Pigen uden ordforråd.

Ansi skemmtileg síða hérna.

Annars er bara fínt að frétta. Stiginn upp úr ælupest og líður bara fantavel. Mikið skelfing er nú ælupest leiðinlegt fyrirbæri.

Sit hérna upp í skóla og reyni að ná einhverri merkingu úr fyrirbæri sem kallast á engilsaxnesku "Resource based theory" sem leitast við að finna styrk fyrirtækja og hvernig þann styrk er hægt að nýta út á markaðnum til að ná samkeppnisforskoti. Skemmtilegt er það ekki?

Í kvöld stefni ég á að taka til heima hjá mér og reyna að láta það líta út sem að tiltölulega siðsamleg manneskja búi þar.
Annað kvöld er svo stefnan sett á smá skrall. Hef reyndar ekki alveg ákveðið hvort, hvernig eða hvert.

jamm annað var það nú ekki í dag.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Skrall er gott fyrir húð og hár :). Passa bara frú Þynnku af því að þú ert að fá gesti á laugardaginn, er það ekki ;). Góða skemmtun, g.
Arnar Thor sagði…
Hmm já hvað var það aftur?
Nafnlaus sagði…
Já farðu varlega á skrallinu og passaðu þig á jolatröllinu ekki gott að lenda í því...... Kv Jólastelpan
Nafnlaus sagði…
eins gott að þessi ælupest er gengin yfir þegar æruverðug ég mæti í Danmörkina. Hlakka rosalega til að kreista ykkur öll.
kv. Ásrún.

Vinsælar færslur